Ég fór á fyrirlestur um líf, heilsu og siðfræði. Fyrirlesararnir voru flestir áhugaverðir, hér eru mínar niðurstöður.
Sveinn Guðmundsson er læknanemi og sérhæfir sig í rannsóknum á óviðurkenndum/óhefbundnum læknisaðferðum um þessar mundir. Hann vildi endilega vita muninn á Vestrænum læknaaðferðum og hinum „náttúrulegu“ óhefbundnu lækningum og hvers vegna sumt fólk er svona á móti þeim óhefbundnu.
Hann komst að því að fólk er ekki í heild á móti óhefbundnum lækninaaðferðum, eftir því sem hann talaði við fleira fólk og var mikið að taka viðtöl við mismunandi aðila, hjúkrunarfræðinga og lækna um heiminn kom í ljós að það sem okkur hér í Vestrænu löndunum þykir óhefbundið, er talið fullkomlega eðlilegt annarstaðar í heiminum. En hins vegar annarsstaðar í heiminum voru Vestrænu lækningaaðferðir okkar óhefbundnar í þeirra augum.
Mér þótti Sveinn áhugaverður og þæginlegt að hlusta á hann tala, hann var með glærur þar sem hann dró saman það sem hann talaði um í stuttar glósur og það var auðvelt að fylgjast með því sem hann var að tala um og skilja hann.
Jónína Einarsdóttir er menntuð í uppeldisfræði og kennslufræði, svo er hún með doktorspróf í málfræði. Hún stundaði rannsóknir í Ojo héraði, rannsakaði skoðanir þorpsbúa og hjúkrunarfræðinga, sterku og veiku hliðar heilbrigðistkerfa í Rura rera. Það kom í ljós að þorpsbúar töldu 3 heilsuhéruð vera í góðu standi en hins vegar 3 í mjög lélegu standi líka. Það búa um 170,000 manns þar, það eru einungis 3 spítalar en 100 heilsustöðvar (kofar) með lágmarks þjónustu. Sjálfboðaliðar byggja að heilbrigðisstöðvum í þróunarlöndunum, viður og bárujárnshurðir fást frá styrktaraðilum.
Hjúkrunarfræðingar eru bara menntaðar í grunnsjúkdómum og hafa ekki skilning á fleiru en því. Mikið traust er samt til heilsuliða, þótt þeir kunni sumir hverjir ekki að lesa þá þekkja þeir þorpið og gang daglegs lífs þar vel og þorpsbúar vita það. Trú á verkjalyfjum er mikil, sýklalyfjum og malaríulyfjum þrátt fyrir að óhefbundnar lækningaaðferðir séu notaðar í Ojo héraði líka. Þorpsbúar vita að lyfin virka ef þeir telja sig hafa eitthvað af fyrr töldu. Röksemdarfærsla Jónínu var sú að búið sé að nota Alma ata aðferðina svo mikið um heiminn að þess virði sé að fara um heiminn og skoða hvað hefur verið gert til að hjálpa bágstöddum. Niðurstaðan var sú á hennar rannsókn að til þess að heilbrigðisstofnanir virki og fúnkeri þarf traust, fólk treysti því að þegar það borgar pening þá fari peningurinn í það sem þau leggja hann fram í en ekki eitthvað annað. Góða stjórn, endurmenntun, læra af mistökum, og eftir hennar rannsókn kom í ljós að Primary Healthcare í anda Alma ata er ekki ódýr eins og fólk hélt áður en rannsóknin byrjaði.
Friday, November 27, 2009
RÚV
Kynningin í Rúv var áhugaverð, skemmtilegri en ég bjóst við. Ég held að leiðsögumaðurinn hafi verið sá sem gerði kynninguna skemmtilega, hann var mjög hress og spurði mikið sjálfur okkur til hags.
Ég hafði mestann áhuga og fékk mest út úr grafísku hönnunardeildinni, ég spurði konuna sem vann þar margra spurninga, líka þegar hinir krakkarnir voru að tala við 3-D snillinginn.
Ég spurði líka útí launin við þetta starf og hún sagði að þau væru ágætlega sanngjörn en mestu skipti að hún elskar vinnuna sína og hlakkar til að mæta í vinnuna. Ég er sammála því og því leita ég að við framtíðarstarf, mér finnst ánæga í starfi skipta meira en há laun.
Ég vissi minna um grafíska hönnun áður en við fórum í kynninguna þannig ég tel mig hafa grætt á þessari heimsókn, t.d. vissi ég ekki að grafísk hönnun snérist um hreyfimyndir eins og hún sýndi okkur tengda Spaugstofunni.
Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að komast inní Listaháskólann, en fyrst að þau komust þá hljóta aðrir að komast, ef þeir leggja hart að sér.
Svo er hægt að skoða annað nám, hef heyrt að það sé hægt að læra grafíska hönnun úti í Danmörku.
Annað sem mér þótti gaman var að tala við manninn sem sýndi okkur vinnustað þulunnar, hann hefur greinilega mikla ástríðu fyrir sínu starfi og vissi margt um allskonar tæknibrellur í kvikmyndum. T.d. þegar eitthvert atriði var ekki tekið í vatni en það lítur út fyrir það sé gert, það vissi hann allt um. Það hlýtur samt að vera hryllilegt að vinna við það að horfa á hrottaleg myndbönd frá öðrum löndum og ath. Hvort það sé fréttnæmt, börn skotin og fólk, og bókstaflega villimenn gera það að gamni sínu. En hann hefur greinilega lært að blocka það úti og taka það ekki inná sig, ímynda sér að þetta séu bara tæknibrellur og leikrit.
Semsagt það sem ég græddi mest á þessari heimsókn var við grafísku hönnunardeildina, mér þótti æðislega gaman þar og fékk svör við öllum mínum spurningum og meira til. Þetta var að mínu mati áhugaverðasta deildin og hressir starfsmenn sem unnu þar.
Ég hafði mestann áhuga og fékk mest út úr grafísku hönnunardeildinni, ég spurði konuna sem vann þar margra spurninga, líka þegar hinir krakkarnir voru að tala við 3-D snillinginn.
Ég spurði líka útí launin við þetta starf og hún sagði að þau væru ágætlega sanngjörn en mestu skipti að hún elskar vinnuna sína og hlakkar til að mæta í vinnuna. Ég er sammála því og því leita ég að við framtíðarstarf, mér finnst ánæga í starfi skipta meira en há laun.
Ég vissi minna um grafíska hönnun áður en við fórum í kynninguna þannig ég tel mig hafa grætt á þessari heimsókn, t.d. vissi ég ekki að grafísk hönnun snérist um hreyfimyndir eins og hún sýndi okkur tengda Spaugstofunni.
Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að komast inní Listaháskólann, en fyrst að þau komust þá hljóta aðrir að komast, ef þeir leggja hart að sér.
Svo er hægt að skoða annað nám, hef heyrt að það sé hægt að læra grafíska hönnun úti í Danmörku.
Annað sem mér þótti gaman var að tala við manninn sem sýndi okkur vinnustað þulunnar, hann hefur greinilega mikla ástríðu fyrir sínu starfi og vissi margt um allskonar tæknibrellur í kvikmyndum. T.d. þegar eitthvert atriði var ekki tekið í vatni en það lítur út fyrir það sé gert, það vissi hann allt um. Það hlýtur samt að vera hryllilegt að vinna við það að horfa á hrottaleg myndbönd frá öðrum löndum og ath. Hvort það sé fréttnæmt, börn skotin og fólk, og bókstaflega villimenn gera það að gamni sínu. En hann hefur greinilega lært að blocka það úti og taka það ekki inná sig, ímynda sér að þetta séu bara tæknibrellur og leikrit.
Semsagt það sem ég græddi mest á þessari heimsókn var við grafísku hönnunardeildina, mér þótti æðislega gaman þar og fékk svör við öllum mínum spurningum og meira til. Þetta var að mínu mati áhugaverðasta deildin og hressir starfsmenn sem unnu þar.
Skjár einn
Kynningin í Skjá einn var ein skemmtilegasta kynning sem ég hef farið á þessa önn. Konan sem talaði við okkur var ung og fjörug, hélt okkur við efnið og var mjög nútímaleg, hló og gerði grín af sjálfri sér fyrir að muna ekki hvað hún var búin að fara yfir nú þegar og þess háttar.
Í byrjun kynningarinnar var okkur vísað inní svokallað „hobby room“, þar sem horft er á sjónvarpið í pásum og ef börnin koma með í vinnuna þá eru sýndar teiknimyndir þar. Þetta var mjög kósý, svartir þæginlegir leðursófar og risa skjátjald á veggnum.
Eins og við vitum er Skjár einn byrjaður sem áskriftarsjónvarpstöð. Við fengum góða skýringu á þessari breytingu, hún var sú að tekjurnar sem Skjár einn fékk fyrir bankahrunið voru frá styrktaraðilum. Þegar tekjurnar lækka um 50 prósent þá er ekki lengur hægt að rekja sjónvarpsstöð frítt. En Skjár einn var frí sjónvarpsstöð í 10 ár og þá er nú mikið sagt. Um 10 þúsund manns voru þegar búnir að skrá sig í áskrift af um 30 þúsund heimilum sem horfðu á skjá einn. Konan talaði um að hún hefði búist við lægri tölu en 10 þúsund væri alveg yfir því sem hún bjóst við.
Eftir þetta fylgdi hún okkur um Skjáinn og hæðarnar sem eru þrjár. Þar voru mismunandi stöðvar, nokkrar manneskjur saman í einskonar hópum, t.d. Já.is hópurinn, svo var maður að renna yfir galla í sjónvarpsefninu, athuga litina og hvort allt væri í standi með því að spóla hratt yfir efnið.
Það eru núna um 30 manns að vinna hjá Skjá einum, svo var mjög sniðugt og spennandi sem hún deildi með okkur að það mun koma einskonar „TV-O“ eins og er í ameríku hjá Skjánum, maður þarf semsagt að hafa áskrift og lykilorð sem maður fær með áskriftinni ásamt þeim tækjum sem maður þarf. Þá getur maður tekið upp þættina og horft á þá á sínum tíma án þess að þurfa að missa úr. Hinsvegar er þetta ekki alveg eins og TV-O því þættirnir eru til notkunar í um það bil 2 vikur og detta svo útaf.
Mín fjölskylda sótti ekki um áskrift hjá Skjá einum þar sem við í fjölskyldunni sem horfum á þessa þætti erum download kynslóðin og horfum á þetta allt saman á netinu, löngu búin að sjá þá þætti sem er verið að sýna í íslenska sjónvarpinu núna. Þetta er náttúrulega allt miklu fyrr komið út í bandaríkjunum og þar sem ég horfi á þættina á bandarískum vefsíðum þá er ég komin lengra inní seríurnar.
En svona over-all þá fannst mér þessi heimsókn mjög áhugaverð, skemmtileg, ekki þannig að maður var að bíða eftir að hún myndi nú loksins klárast. Tíminn leið tiltölulega hratt sem ég myndi nú kalla kost við svona heimsóknir.
Í byrjun kynningarinnar var okkur vísað inní svokallað „hobby room“, þar sem horft er á sjónvarpið í pásum og ef börnin koma með í vinnuna þá eru sýndar teiknimyndir þar. Þetta var mjög kósý, svartir þæginlegir leðursófar og risa skjátjald á veggnum.
Eins og við vitum er Skjár einn byrjaður sem áskriftarsjónvarpstöð. Við fengum góða skýringu á þessari breytingu, hún var sú að tekjurnar sem Skjár einn fékk fyrir bankahrunið voru frá styrktaraðilum. Þegar tekjurnar lækka um 50 prósent þá er ekki lengur hægt að rekja sjónvarpsstöð frítt. En Skjár einn var frí sjónvarpsstöð í 10 ár og þá er nú mikið sagt. Um 10 þúsund manns voru þegar búnir að skrá sig í áskrift af um 30 þúsund heimilum sem horfðu á skjá einn. Konan talaði um að hún hefði búist við lægri tölu en 10 þúsund væri alveg yfir því sem hún bjóst við.
Eftir þetta fylgdi hún okkur um Skjáinn og hæðarnar sem eru þrjár. Þar voru mismunandi stöðvar, nokkrar manneskjur saman í einskonar hópum, t.d. Já.is hópurinn, svo var maður að renna yfir galla í sjónvarpsefninu, athuga litina og hvort allt væri í standi með því að spóla hratt yfir efnið.
Það eru núna um 30 manns að vinna hjá Skjá einum, svo var mjög sniðugt og spennandi sem hún deildi með okkur að það mun koma einskonar „TV-O“ eins og er í ameríku hjá Skjánum, maður þarf semsagt að hafa áskrift og lykilorð sem maður fær með áskriftinni ásamt þeim tækjum sem maður þarf. Þá getur maður tekið upp þættina og horft á þá á sínum tíma án þess að þurfa að missa úr. Hinsvegar er þetta ekki alveg eins og TV-O því þættirnir eru til notkunar í um það bil 2 vikur og detta svo útaf.
Mín fjölskylda sótti ekki um áskrift hjá Skjá einum þar sem við í fjölskyldunni sem horfum á þessa þætti erum download kynslóðin og horfum á þetta allt saman á netinu, löngu búin að sjá þá þætti sem er verið að sýna í íslenska sjónvarpinu núna. Þetta er náttúrulega allt miklu fyrr komið út í bandaríkjunum og þar sem ég horfi á þættina á bandarískum vefsíðum þá er ég komin lengra inní seríurnar.
En svona over-all þá fannst mér þessi heimsókn mjög áhugaverð, skemmtileg, ekki þannig að maður var að bíða eftir að hún myndi nú loksins klárast. Tíminn leið tiltölulega hratt sem ég myndi nú kalla kost við svona heimsóknir.
CAOZ
Heimsóknin í Caoz var fín, fyrst fórum við í fyrirlestrarherbergi og sátum öll í hring við borð á meðan kynnirinn okkar sýndi okkur hvað Caoz hefur verið að vinna að undan farið, ég hef séð báðar stuttmyndirnar þeirra sem voru meðal annars Anna og skapsveiflurnar og Litla ljóta lirfan.
Caoz hefur grætt mest á Litlu ljótu lirfunni en ég má ekki nefna töluna því hann bað okkur að halda því á lágu nótunum.
Þeir eru að vinna að teiknimynd um goðafræði sem heitir Þór, eða Thor á ensku. Við fengum að sjá myndbrot og trailerinn og meira að segja ég vildi sjá þessa teiknimynd. Rosalega vel gerð, grafíkin alveg ótrúleg og já hreinlega rosalega vel gerð mynd.
Við báðum um að fá að rölta aðeins um svæðið og fylgjast með hinum starfsmönnunum, þau eru 14 í heild en fleiri að bætast í hópinn bráðlega. Ég rakst á myndlistamanninn sem hannar persónur Thor teiknimyndarinnar og hann var að vinna að svipbrygðum þeirra, rosalega hæfileikaríkur og gaman að sjá hvernig hann fór að þessu.
Síðan var okkur sýnt hvernig persónurnar eru hreyfðar í tölvu og það tekur rosalega langann tíma, þeir geta gert svona 7 mínútur af efni á viku!
Sem okkur finnst ekki langur tími 7 mínútur á viku en þeir þurfa að hreyfa hvern einasta lið fyrir eina hreyfingu. Segum svo að Óðinn ætli að lyfta hendinni og kýla einhvern, þá þarf að hreyfa hvern einasta lið til þess að ná þessari einu hreyfingu, að lyfta hendinni.
Þetta var mjög athyglisvert og gaman að fylgjast með.
Ég var yfir allt mjög ánægð með þessa heimsókn, mér fannst ég hafa lært eitthvað á henni og það var gaman að fylgjast með, sem mér finnst skipta mestu máli, að áhuginn var mikill og þetta var spennandi kynning allan tíman sem við vorum þarna.
Caoz hefur grætt mest á Litlu ljótu lirfunni en ég má ekki nefna töluna því hann bað okkur að halda því á lágu nótunum.
Þeir eru að vinna að teiknimynd um goðafræði sem heitir Þór, eða Thor á ensku. Við fengum að sjá myndbrot og trailerinn og meira að segja ég vildi sjá þessa teiknimynd. Rosalega vel gerð, grafíkin alveg ótrúleg og já hreinlega rosalega vel gerð mynd.
Við báðum um að fá að rölta aðeins um svæðið og fylgjast með hinum starfsmönnunum, þau eru 14 í heild en fleiri að bætast í hópinn bráðlega. Ég rakst á myndlistamanninn sem hannar persónur Thor teiknimyndarinnar og hann var að vinna að svipbrygðum þeirra, rosalega hæfileikaríkur og gaman að sjá hvernig hann fór að þessu.
Síðan var okkur sýnt hvernig persónurnar eru hreyfðar í tölvu og það tekur rosalega langann tíma, þeir geta gert svona 7 mínútur af efni á viku!
Sem okkur finnst ekki langur tími 7 mínútur á viku en þeir þurfa að hreyfa hvern einasta lið fyrir eina hreyfingu. Segum svo að Óðinn ætli að lyfta hendinni og kýla einhvern, þá þarf að hreyfa hvern einasta lið til þess að ná þessari einu hreyfingu, að lyfta hendinni.
Þetta var mjög athyglisvert og gaman að fylgjast með.
Ég var yfir allt mjög ánægð með þessa heimsókn, mér fannst ég hafa lært eitthvað á henni og það var gaman að fylgjast með, sem mér finnst skipta mestu máli, að áhuginn var mikill og þetta var spennandi kynning allan tíman sem við vorum þarna.
Grafísk hönnun
Skólinn sem ég myndi vilja sækja um í er Listaháskóli íslands, nám í grafískri hönnun er semsagt nám á framsetningu á upplýsingum á myndrænann hátt.
Námimið er 3 ár, 180 einingar og það eru um 30 einingar per önn.
Inntökuskilyrði er bara stútendspróf, en það er gott að hafa reynslu af einhverskonar teikniforritum, eins og photoshop, það er t.d. það sem ég er að læra í MOM og MTG á þessari önn.
Námi lýkur með lokaverkefni sem sýnt er á útskriftasýningu og nemendur skrifa ritgerð til B.A. prófs og útskrifast svo með B.A gráðu.
Grafískur hönnuður vinnur t.d. við:
- Hönnun blaða, bóka og tímarita
- uppsetningu á myndum og texta
- hönnun fyrir skjámiðla
- Hönnun auglýsinga
- og vinnur með leturgerðir
Vinnustaðir fyrir grafíska hönnuði eru t.d. við
- Fjölmiðla
- Auglýsingastofur
- Prentsmiðjur og útlitshönnun fyrir skjámiðla.
Námimið er 3 ár, 180 einingar og það eru um 30 einingar per önn.
Inntökuskilyrði er bara stútendspróf, en það er gott að hafa reynslu af einhverskonar teikniforritum, eins og photoshop, það er t.d. það sem ég er að læra í MOM og MTG á þessari önn.
Námi lýkur með lokaverkefni sem sýnt er á útskriftasýningu og nemendur skrifa ritgerð til B.A. prófs og útskrifast svo með B.A gráðu.
Grafískur hönnuður vinnur t.d. við:
- Hönnun blaða, bóka og tímarita
- uppsetningu á myndum og texta
- hönnun fyrir skjámiðla
- Hönnun auglýsinga
- og vinnur með leturgerðir
Vinnustaðir fyrir grafíska hönnuði eru t.d. við
- Fjölmiðla
- Auglýsingastofur
- Prentsmiðjur og útlitshönnun fyrir skjámiðla.
Monday, November 23, 2009
Facebook jákvætt eða neikvætt?
Facebook er eins og hvert annað torg í hvaða byggðalagi sem er. Allt sem þú gerir þar er öðrum sýnilegt. Sumt er sómasamlegt en annað ekki.
Enginn getur hlaupist undan leitarvélinni Google og enginn getur verið óhultur fyrir vakandi auga almennings, sem oftar en ekki er vopnaður farsíma eða myndavél tilbúinn að fanga augnablikið.
Meðvitund almennings nær til allra skúmaskota. Menn eru að vísu misfljótir að gleyma, en stundum fylgir dauður og rotnandi orðstír manns hvert sem maður fer.
Facebook er orðinn einn stærsti fjölmiðillinn, ekki er til sá hlutur sem fólk "póstar" ekki inná facebook. Linkar sem þau sjá úr fréttunum af mbl.is til dæmis, hvað aðilar eru að gera, hvað það heyrði eða sá. Facebook er einn stór slúðurvefur og allir vita allt sem eru þar inná og fylgjast með.
Í rauninni er Facebook mjög auðveldur fjölmiðill, ekki erfitt að fylgjast með fólki og daglegu lífi fólks. Oftast er þetta jákvæður fjölmiðill en auðvitað leka orð eða fréttir sem leiða til leiðinda eins og hjá öðrum þekktum fjölmiðlum.
Enginn getur hlaupist undan leitarvélinni Google og enginn getur verið óhultur fyrir vakandi auga almennings, sem oftar en ekki er vopnaður farsíma eða myndavél tilbúinn að fanga augnablikið.
Meðvitund almennings nær til allra skúmaskota. Menn eru að vísu misfljótir að gleyma, en stundum fylgir dauður og rotnandi orðstír manns hvert sem maður fer.
Facebook er orðinn einn stærsti fjölmiðillinn, ekki er til sá hlutur sem fólk "póstar" ekki inná facebook. Linkar sem þau sjá úr fréttunum af mbl.is til dæmis, hvað aðilar eru að gera, hvað það heyrði eða sá. Facebook er einn stór slúðurvefur og allir vita allt sem eru þar inná og fylgjast með.
Í rauninni er Facebook mjög auðveldur fjölmiðill, ekki erfitt að fylgjast með fólki og daglegu lífi fólks. Oftast er þetta jákvæður fjölmiðill en auðvitað leka orð eða fréttir sem leiða til leiðinda eins og hjá öðrum þekktum fjölmiðlum.
Subscribe to:
Comments (Atom)