Ég fór á fyrirlestur um líf, heilsu og siðfræði. Fyrirlesararnir voru flestir áhugaverðir, hér eru mínar niðurstöður.
Sveinn Guðmundsson er læknanemi og sérhæfir sig í rannsóknum á óviðurkenndum/óhefbundnum læknisaðferðum um þessar mundir. Hann vildi endilega vita muninn á Vestrænum læknaaðferðum og hinum „náttúrulegu“ óhefbundnu lækningum og hvers vegna sumt fólk er svona á móti þeim óhefbundnu.
Hann komst að því að fólk er ekki í heild á móti óhefbundnum lækninaaðferðum, eftir því sem hann talaði við fleira fólk og var mikið að taka viðtöl við mismunandi aðila, hjúkrunarfræðinga og lækna um heiminn kom í ljós að það sem okkur hér í Vestrænu löndunum þykir óhefbundið, er talið fullkomlega eðlilegt annarstaðar í heiminum. En hins vegar annarsstaðar í heiminum voru Vestrænu lækningaaðferðir okkar óhefbundnar í þeirra augum.
Mér þótti Sveinn áhugaverður og þæginlegt að hlusta á hann tala, hann var með glærur þar sem hann dró saman það sem hann talaði um í stuttar glósur og það var auðvelt að fylgjast með því sem hann var að tala um og skilja hann.
Jónína Einarsdóttir er menntuð í uppeldisfræði og kennslufræði, svo er hún með doktorspróf í málfræði. Hún stundaði rannsóknir í Ojo héraði, rannsakaði skoðanir þorpsbúa og hjúkrunarfræðinga, sterku og veiku hliðar heilbrigðistkerfa í Rura rera. Það kom í ljós að þorpsbúar töldu 3 heilsuhéruð vera í góðu standi en hins vegar 3 í mjög lélegu standi líka. Það búa um 170,000 manns þar, það eru einungis 3 spítalar en 100 heilsustöðvar (kofar) með lágmarks þjónustu. Sjálfboðaliðar byggja að heilbrigðisstöðvum í þróunarlöndunum, viður og bárujárnshurðir fást frá styrktaraðilum.
Hjúkrunarfræðingar eru bara menntaðar í grunnsjúkdómum og hafa ekki skilning á fleiru en því. Mikið traust er samt til heilsuliða, þótt þeir kunni sumir hverjir ekki að lesa þá þekkja þeir þorpið og gang daglegs lífs þar vel og þorpsbúar vita það. Trú á verkjalyfjum er mikil, sýklalyfjum og malaríulyfjum þrátt fyrir að óhefbundnar lækningaaðferðir séu notaðar í Ojo héraði líka. Þorpsbúar vita að lyfin virka ef þeir telja sig hafa eitthvað af fyrr töldu. Röksemdarfærsla Jónínu var sú að búið sé að nota Alma ata aðferðina svo mikið um heiminn að þess virði sé að fara um heiminn og skoða hvað hefur verið gert til að hjálpa bágstöddum. Niðurstaðan var sú á hennar rannsókn að til þess að heilbrigðisstofnanir virki og fúnkeri þarf traust, fólk treysti því að þegar það borgar pening þá fari peningurinn í það sem þau leggja hann fram í en ekki eitthvað annað. Góða stjórn, endurmenntun, læra af mistökum, og eftir hennar rannsókn kom í ljós að Primary Healthcare í anda Alma ata er ekki ódýr eins og fólk hélt áður en rannsóknin byrjaði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment