Friday, November 27, 2009

RÚV

Kynningin í Rúv var áhugaverð, skemmtilegri en ég bjóst við. Ég held að leiðsögumaðurinn hafi verið sá sem gerði kynninguna skemmtilega, hann var mjög hress og spurði mikið sjálfur okkur til hags.
Ég hafði mestann áhuga og fékk mest út úr grafísku hönnunardeildinni, ég spurði konuna sem vann þar margra spurninga, líka þegar hinir krakkarnir voru að tala við 3-D snillinginn.
Ég spurði líka útí launin við þetta starf og hún sagði að þau væru ágætlega sanngjörn en mestu skipti að hún elskar vinnuna sína og hlakkar til að mæta í vinnuna. Ég er sammála því og því leita ég að við framtíðarstarf, mér finnst ánæga í starfi skipta meira en há laun.
Ég vissi minna um grafíska hönnun áður en við fórum í kynninguna þannig ég tel mig hafa grætt á þessari heimsókn, t.d. vissi ég ekki að grafísk hönnun snérist um hreyfimyndir eins og hún sýndi okkur tengda Spaugstofunni.
Ég geri mér grein fyrir því að það er erfitt að komast inní Listaháskólann, en fyrst að þau komust þá hljóta aðrir að komast, ef þeir leggja hart að sér.
Svo er hægt að skoða annað nám, hef heyrt að það sé hægt að læra grafíska hönnun úti í Danmörku.
Annað sem mér þótti gaman var að tala við manninn sem sýndi okkur vinnustað þulunnar, hann hefur greinilega mikla ástríðu fyrir sínu starfi og vissi margt um allskonar tæknibrellur í kvikmyndum. T.d. þegar eitthvert atriði var ekki tekið í vatni en það lítur út fyrir það sé gert, það vissi hann allt um. Það hlýtur samt að vera hryllilegt að vinna við það að horfa á hrottaleg myndbönd frá öðrum löndum og ath. Hvort það sé fréttnæmt, börn skotin og fólk, og bókstaflega villimenn gera það að gamni sínu. En hann hefur greinilega lært að blocka það úti og taka það ekki inná sig, ímynda sér að þetta séu bara tæknibrellur og leikrit.
Semsagt það sem ég græddi mest á þessari heimsókn var við grafísku hönnunardeildina, mér þótti æðislega gaman þar og fékk svör við öllum mínum spurningum og meira til. Þetta var að mínu mati áhugaverðasta deildin og hressir starfsmenn sem unnu þar.

No comments:

Post a Comment