Friday, November 27, 2009

CAOZ

Heimsóknin í Caoz var fín, fyrst fórum við í fyrirlestrarherbergi og sátum öll í hring við borð á meðan kynnirinn okkar sýndi okkur hvað Caoz hefur verið að vinna að undan farið, ég hef séð báðar stuttmyndirnar þeirra sem voru meðal annars Anna og skapsveiflurnar og Litla ljóta lirfan.
Caoz hefur grætt mest á Litlu ljótu lirfunni en ég má ekki nefna töluna því hann bað okkur að halda því á lágu nótunum.
Þeir eru að vinna að teiknimynd um goðafræði sem heitir Þór, eða Thor á ensku. Við fengum að sjá myndbrot og trailerinn og meira að segja ég vildi sjá þessa teiknimynd. Rosalega vel gerð, grafíkin alveg ótrúleg og já hreinlega rosalega vel gerð mynd.
Við báðum um að fá að rölta aðeins um svæðið og fylgjast með hinum starfsmönnunum, þau eru 14 í heild en fleiri að bætast í hópinn bráðlega. Ég rakst á myndlistamanninn sem hannar persónur Thor teiknimyndarinnar og hann var að vinna að svipbrygðum þeirra, rosalega hæfileikaríkur og gaman að sjá hvernig hann fór að þessu.
Síðan var okkur sýnt hvernig persónurnar eru hreyfðar í tölvu og það tekur rosalega langann tíma, þeir geta gert svona 7 mínútur af efni á viku!
Sem okkur finnst ekki langur tími 7 mínútur á viku en þeir þurfa að hreyfa hvern einasta lið fyrir eina hreyfingu. Segum svo að Óðinn ætli að lyfta hendinni og kýla einhvern, þá þarf að hreyfa hvern einasta lið til þess að ná þessari einu hreyfingu, að lyfta hendinni.
Þetta var mjög athyglisvert og gaman að fylgjast með.
Ég var yfir allt mjög ánægð með þessa heimsókn, mér fannst ég hafa lært eitthvað á henni og það var gaman að fylgjast með, sem mér finnst skipta mestu máli, að áhuginn var mikill og þetta var spennandi kynning allan tíman sem við vorum þarna.

No comments:

Post a Comment