Monday, November 23, 2009

Facebook jákvætt eða neikvætt?

Facebook er eins og hvert annað torg í hvaða byggðalagi sem er. Allt sem þú gerir þar er öðrum sýnilegt. Sumt er sómasamlegt en annað ekki.

Enginn getur hlaupist undan leitarvélinni Google og enginn getur verið óhultur fyrir vakandi auga almennings, sem oftar en ekki er vopnaður farsíma eða myndavél tilbúinn að fanga augnablikið.
Meðvitund almennings nær til allra skúmaskota. Menn eru að vísu misfljótir að gleyma, en stundum fylgir dauður og rotnandi orðstír manns hvert sem maður fer.

Facebook er orðinn einn stærsti fjölmiðillinn, ekki er til sá hlutur sem fólk "póstar" ekki inná facebook. Linkar sem þau sjá úr fréttunum af mbl.is til dæmis, hvað aðilar eru að gera, hvað það heyrði eða sá. Facebook er einn stór slúðurvefur og allir vita allt sem eru þar inná og fylgjast með.

Í rauninni er Facebook mjög auðveldur fjölmiðill, ekki erfitt að fylgjast með fólki og daglegu lífi fólks. Oftast er þetta jákvæður fjölmiðill en auðvitað leka orð eða fréttir sem leiða til leiðinda eins og hjá öðrum þekktum fjölmiðlum.

No comments:

Post a Comment